Gufusoðofninn er unnin út frá skóginum á Reykjum í Ölfusi og í samtali við skógarbændur þar. 
Í Hveragerði er mikill jarðhiti til staðar og árið 2008 varð jarðskjálfti sem opnaði nýja hveri inni í miðjum skógi. Sá skógur gengur undir nafninu „Soðskógur“ og varð kveikjan að ofninum.

Ofninn er úr emeleruðu stáli og birki. Hann er klæddur að utan með birkiþiljum sem eru það þunnar að fúasveppur getur ekki náð fótfestu í viðnum. Því er engin hætta á að klæðningin fúni þrátt fyrir raka úti.
Ofninn er staðsettur ofan á 100 metra djúpri borholu sem er heilfóðruð niður á 60 metra dýpi, eftir það er borað beint í bergið. Gufan er svo leidd upp úr holunni og í ofninn. Gufan er 110-120°C og því hæfileg til suðu á matvælum. Henni er stjórnað með krana utan við ofninn þar sem skrúfað er fyrir og frá. 

Hugmyndin er að efla útivist í skóginum á Reykjum þar sem fólk getur komið með sitt nesti án mikkillar fyrirhafnar og soðið matinn sinn í skóginum í ofni sem er síheitur.

Ofninn má engu að síður yfirfæra á hvaða stað sem er þar sem jarðhiti er fyrir.
Það er auðvelt að þrífa ofninn því þar til gerðar skúffur grípa mat sem dettur af grindinni og niður.
Seyðir
Published: